Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2024 13:59 Halla Tómasdóttir ræddi skotárásina gegn Trump á CNN. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. „Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“ Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“
Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira