„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 15:35 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er staddur á Írlandi í annað sinn á tveimur vikum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira
Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira