„Það var metið sem svo að það væri ekki grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram,“ hefur Mbl.is eftir Árna Bergi Sigurðssyni, saksóknara hjá lögreglunni, en miðillinn greinir frá vendingunum.
Greint var frá því byrjun mánaðar að rannsókn málsins væri lokið og það komið í hendur ákærusviðs lögreglunnar.
Úgerðarstjóri Siggu A/S, sem gerir út Polar Nanoq, hefur áður sagt að rannsókn lögreglu sneri að innbroti um borð í skipinu en ekki kynferðisbroti og gagnrýndi vinnubrögð lögreglu.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við fréttastofu í byrjun mánaðar að rannsóknin hafi snúið að því hvort kynferðisbrot hafi átt sér stað.
Um er að ræða sama togara og í máli Thomas Møller Olsen, sem var skipverji á togaranum árið 2017. Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á umfangsmiklu magni af kannabisefnum.