Betri leið til að velja keppendur inn á Ólympíuleika Pawel Bartoszek skrifar 17. júlí 2024 16:00 Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar