Rangfærslur um rannsóknarverkefni Running Tide í nýlegri umræðu Marty Odlin og Max Chalfin skrifa 18. júlí 2024 10:02 Í júnímánuði 2024 var töluverð umfjöllun og umræða um kolefnisbindingu í hafi og Running Tide. Á sama tíma og Running Tide fagnar umræðu um jafn mikilvægt mál, hafa rangfærslur og staðreyndavillur því miður verið áberandi. Megnið af þeim rangfærslum sem settar hafa verið fram hefði verið auðvelt að sannreyna enda hafa legið fyrir ítarleg og greinargóð gögn og umfjöllun á vefsvæði okkar (t.d. Aðferðir Running Tide, Afhverju Ísland, og Algengar spurningar og svo gagnabankinn okkar Docs.RunningTide.Com). Að auki voru allar þessar upplýsingar og meira til sent til þess blaðafólks sem fjallað hefur um félagið að undanförnu. 1. Því hefur verið haldið fram að þörungurinn hafi horfið og að það sé athugavert að Running Tide hafi ekki lokið öllum áföngum fjögurra ára rannsóknaráætlunar sinnar strax á fyrsta ári. Það er rangt. Rannsóknaráætlun sem tiltekur ítarlega fyrirætlanir Running Tide hefur legið fyrir hjá stjórnvöldum síðan á haustmánuðum 2022. Hún var rýnd af óháðu vísindaráði Running Tide og hefur legið fyrir opinberlega síðan snemma árs 2023. Þar kemur skýrt fram að fyrsti fasi rannsóknarinnar snúist um að fleyta efni (húðuðu trjákurli) sem nýtanlegt er sem undirlag undir þörungavöxt, en bindur kolefni upp á sitt eindæmi sömuleiðis sé því sökkt djúpt á hafsbotn. Til að tryggja bindingu er mikilvægt að skilja hvar trjákurlið endar og fyrsti fasi snerist um að þróa aðferðir við að mæla, greina, spá fyrir um og sannreyna einmitt það. Samtímis átti sér stað marglaga og árangursríkt þróunarstarf í þörungarækt sem var undirbúningur fyrir seinni stig rannsóknaráætlunarinnar þegar til stóð að fleyta grósettu trjákurli. Frá 2022, þegar Running Tide hóf starfsemi á Íslandi, hefur félagið byggt upp hátækniaðstöðu, þróað aðferðir við ræktun á landi, náð góðum árangri í að vinna með íslenska maríusvuntu (ulva lactuca/fenestrata) og beltisþara (saccharina latissima), gert fjölda tilrauna með aðferðir til grósetningar, og ræktað þörung reglulega á rúmsjó, sem margir hafa hingað til sagt illmögulegt. Lesa má skýrslur um árangur okkar í þörungastarfinu hér. 2. Því hefur verið haldið fram að það að sökkva trjákurli í hafið feli ekki í sér kolefnisbindingu. Það er rangt. Tré grípa koldíoxíð úr andrúmslofti við vöxt, og í stað þess að kolefnið losni aftur út í andrúmsloftið við öndun, rotnun eða brennslu, binst kolefnið í formi lífmassa á hafsbotni sé því sökkt á mikið dýpi. Þannig færist kolefni úr andrúmslofti á hafsbotn. Heimildin birti skýringarmynd af aðferðum til kolefnisbindingar í hafi sem inniheldur m.a. að sökkva lífmassa af landi líkt og Running Tide gerði en heldur því fram á sama tíma að það sé ekki aðferð við bindingu, sem er þversögn og stenst ekki skoðun. Frekari upplýsingar um varanlega kolefnisbindingu með því að sökkva lífmassa af landi eins og trjákurli má finna í eftirfarandi alþjóðlega viðurkenndum skýrslum og greiningum: GESAMP: High Level Review of a Wide Range of Proposed Marine Geoengineering Techniques Carbon Plan Terrestrial Biomass Sinking The State of Carbon Dioxide Removal 2024 3. Látið er að því liggja að starfsemi Running Tide á Íslandi hafi verið einhverskonar leynimakk. Það stenst enga skoðun. Fjölmargir fjölmiðlar, innlendir og erlendir hafa fjallað um verkefni Running Tide og fyrsta fasa rannsóknarverkefnisins sem snerist um að sökkva kalksteinshúðuðu timburkurli, eins og Fiskifréttir eða Skessuhorn og New Scientist og þessar upplýsingar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði félagsins lengi. Þá komu hópar reglulega í heimsókn, og stóðum við fyrir opnum húsum. Ítarlegar upplýsingar um rannsóknaráætlun, yfirfarin af óháðu vísindaráði Running Tide, lágu fyrir hjá Umhverfisstofnun og Hafró frá haustmánuðum 2022 og þá sendi Running Tide skýrslur á þær stofnanir í samræmi við samráðsáætlun á þriggja mánaða fresti. 4. Því hefur verið haldið fram að enginn utanaðkomandi aðili hafi rýnt aðferðir og gögn Running Tide. Það er rangt. Aðferðafræðin var rýnd af yfir 50 óháðum aðilum. Deloitte yfirfór lykilþætti í aðferðafræði Running Tide í samræmi við ISO 14064-2 staðalinn, en hann tiltekur hvernig eigi að reikna út kolefnisbindingu verkefna. Óháð vísinda- og tækniráð fyrirtækja sem styrktu starfið á borð við Microsoft og Stripe/Frontier tóku út þau gögn sem liggja til grundvallar bindingunni, áður en þau veittu einingum Running Tide viðtöku. Running Tide afhenti svokallaðar self-verified einingar sem þýðir að kaupandinn tekur virkan þátt í rýninni, eins og almennt á við um verkefni á rannsóknar- og þróunarstigi. 5. Því hefur verið haldið fram að starfsemi Running Tide sé ábatasamt svindl eða svikamylla. Það er rangt. Í gegnum rannsóknar- og þróunarstarf sitt batt Running Tide um 25 þúsund tonn af koltvísýringsígildum með því að sökkva lífmassa af landrænum uppruna (þ.e. trjákurli) í djúpsjó. Að sökkva lífmassa af landrænum uppruna er viðurkennd aðferð til kolefnisbindingar samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum aðilum sem listaðir eru hér fyrir ofan. Running Tide útbjó ítarlegar skýrslur um bindingu og þá losun sem bindingunni tengist og deildi með sínum styrktaraðilum eins og Microsoft, Shopify og Stripe. Þar sem um aðferðafræði í þróun er að ræða er ekki til staðlað vottunarferli. Þess í stað rýndi sjálfstætt vísinda- og tæknifólk gögnin (sjá t.d. Gæðakröfur Microsoft og sérfræðingahóp Stripe/Frontier) og staðfesti bindingu aðferðafræðinnar. Sú yfirferð er framkvæmd áður en einingum er veitt viðtaka og styrkurinn greiddur út. Einingarnar veita engum losunarheimildir og eru ekki tengdar neinu formlegu kerfi losunar, enda valkvæðar og nýttar til að styrkja rannsóknar- og þróunarstarf. Kostnaður Running Tide við hverja einingu var um þrefalt hærri en styrkurinn sem félagið fékk frá þessum aðilum, enda miklu til kostað við uppbyggingu á aðstöðu, laun til sérfræðinga, leigu á skipum, kaup á efni og fleira. Í umræðunni er ekki minnst á það góða þróunarstarf á sviði haffræði, þörungaræktunar og fleira sem fyrirtækið stóð að eins og lesa má um á vefsvæði Running Tide á docs.runningtide.com. 5. Ýjað er að því að aðferðir Running Tide virki ekki. Það stenst enga skoðun.Aðferðin snýst um að binda kolefni með því að 1) sökkva lífmassa eins og trjákurli; 2) leysa upp basavirk efni til að hafa áhrif á sýrustig sjávar, og 3) rækta stórþörunga á rúmsjó sem síðan er sökkt. Running Tide náði mikilvægum árangri á öllum þessum sviðum. Running Tide sökkti lífmassa, reiknaði út hvar hann sökk, og hélt utan um kolefnisspor til að tryggja að bindingin væri raunveruleg. Running Tide mældi og reiknaði áhrif á basavirkni. Running Tide byggði upp þörungarannasóknir og ræktaði þörung á rúmsjó sem margt vísindafólk hefur talið illmögulegt. Það sem ekki gekk var að tryggja áframhaldandi nægilega fjármögnun á viðamiklu og kostnaðarsömu rannsóknar- og þróunarstarf í erfiðu fjármögnunarumhverfi. 7. Umfjöllunin hefur gefið til kynna að eitthvað slæmt hafi átt sér stað eða að um neikvæð umhverfisáhrif sé að ræða. Það er rangt. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir því til stuðnings að nokkuð neikvætt hafi átt sér stað við framkvæmd tilraunafleytinga Running Tide. Þvert á móti svaraði norska hafrannsóknarstofninun, NIVA, fyrirspurn Heimildarinnar á þann hátt að Running Tide hafi framkvæmt mjög ítarlega greiningu á mögulegum umhverfisáhrifum að mati NIVA. NIVA gerði auk þess sjálfstæða greiningu með spálíkönum á áhrifum þess að sökkva timbri á hafsbotn sem gaf til kynna að magnið sem Running Tide fleytti hafi verið um 120x undir hættumörkum. Blaðafólk Heimildarinnar kaus að birta ekki svör frá Norsku hafrannsóknarstofnunni. Running Tide deildi einnig greiningu á umhverfisáhrifum með opinberum aðilum og öðrum hagaðilum áður en rannsóknarstarfið hófst. 8. Því hefur verið haldið fram að Running Tide hafi reynt að komast undan eftirliti. Það er rangt. Í samræmi við rannsóknarleyfið setti Running Tide upp samráðsferil með Hafrannsóknarstofnun og fékk Umhverfisstofnun öll sömu gögn, og var gögnum um framgang, fyrirætlanir og niðurstöður starfsins deilt með þessum aðilum á þriggja mánaða fresti. Þá hafði Umhverfisstofnun ítarlegar upplýsingar um rannsóknaráætlun, aðferðafræði, greiningar á mögulegum umhverfisáhrifum og fleira. Að öðru leyti var ekki eftirlit á höndum Umhverfisstofnunar, en stofnunin sagði sig frá verkefninu. Running Tide þykir það miður og hefði heldur kosið að Umhverfisstofnun sinnti eftirliti og gæti því staðfest að engin umhverfisóhöpp áttu sér stað og að markmiðum fyrsta fasa rannsóknarstarfsins var náð. 9. Því er haldið fram að orðspor Íslands sé í hættu. Það er fjarri raunveruleikanum. Einn helsti vísindamaður heims á sviði hafvísinda, Andreas Oschlies, þakkaði íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir framsýni sína við að styðja við rannsóknar- og þróunarstarf. Sjávarrannsóknarsetrið Röst hóf nýlega starfsemi á Íslandi og er hluti af einu virtasta rannsóknarverkefni heims á sviði kolefnisbindingar í hafi (Carbon to Sea) og veitti Röst Hafrannsóknarstofnun styrk upp á 60 milljónir fyrr á árinu, allt í kjölfar þess að Running Tide hóf starfsemi á Íslandi, meðal annars vegna áhuga stjórnvalda á Íslandi á því að styðja við þróun á lausnum tengdum kolefnisbindingu, eins og kemur skýrt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ocean Visions, samstarfsnet sumra virtustu rannsóknastofnana heims á sviði hafrannsókna og þróunar hefur óskað Íslandi til hamingju með að vera leiðandi á þessu sviði. Þá hefur Running Tide birt ítarlega samantekt á aðferðum og niðurstöðum íslenska rannsóknarverkefnisins á vefsíðu sinni. 10. Því var haldið fram að aðkoma Deloitte hafi ekki tengst kolefnisbindingu á neinn hátt. Það er rangt. Deloitte yfirfór lykilþætti í fyrirhugaðri aðferðafræði Running Tide í samræmi við ISO 14064-2 staðalinn, en hann tiltekur hvernig eigi að reikna út kolefnisbindingu verkefna. Þessum upplýsingum kom Deloitte til Heimildarinnar en Heimildin ákvað að birta þær ekki. Auk þessara rangfærslna, hafa einnig komið fram staðreyndavillur og aðdróttanir sem þarf að leiðrétta. Það vísindafólk sem Heimildin ræddi við hefur ekki rýnt aðferðafræði eða gögn Running Tide og er því erfitt að sjá hvernig þau geta verið áreiðanlegir álitsgjafar um störf félagsins. Í umfjöllun Heimildarinnar var því haldið fram að leyfið sem Running Tide fékk hafi verið 50 þúsund tonn á ári. Það er rangt. Leyfið náði til 50 þúsund tonna yfir fjögurra ára tímabil, og innihélt skilyrði um rannsóknarefni og samráð. Rétt er að taka fram að Running Tide nýtti einungis hluta leyfisins, og fleytti samtals 19 þúsund tonnum í 15 aðskildum rannsóknarleiðöngrum. Blaðamaður Heimildarinnar hefur haldið því fram í útvarpi að Running Tide hafi komið til Íslands til að losna undan eftirliti. Það stenst enga skoðun. Löngu áður en Umhverfisstofnun ákvað einhliða að segja sig frá verkefninu, var Running Tide búið að fjárfesta í aðstöðu, búnaði, starfsfólki og fleiru fyrir mörg hundruð milljónir. Ákvörðun Umhverfisstofnunar frá maí 2023 hafði því engin áhrif á ákvörðun Running Tide um að byggja upp og gera rannsóknar- og þróunarstarfið út frá Íslandi. Blaðamaður Heimildarinnar hefur haldið því fram í útvarpi að við höfum notað mengað efni. Það er rangt og stenst enga skoðun. Kalksteinninn er íslenskur, mulinn skeljasandur eða hliðarafurð úr steinefnaframleiðslu sem er notuð t.d. í landbúnaði. Allt trjákurl sem nýtt var í starfseminni er frá vottuðum framleiðendum. Vottorðum þar að lútandi var deilt með blaðamanni en upplýsingar þar um hafa ekki ratað í umfjöllun blaðsins. Meira og minna öllum þessum upplýsingum um áætlanir, framkvæmd, vísindalegan grunn og starfsemi félagsins á Íslandi var komið til skila til þess blaðafólks sem vann umfjöllunina. Þar sem einungis lítill hluti þeirra upplýsinga rataði í umfjöllunina töldum við rétt að draga þær saman hér í einni grein fyrir þau sem kunna að vilja kynna sér málið. Höfundar eru Marty Odlin, fyrrum forstjóri (CEO) Running Tide og Max Chalfin, fyrrum tæknistjóri (CTO) Running Tide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Í júnímánuði 2024 var töluverð umfjöllun og umræða um kolefnisbindingu í hafi og Running Tide. Á sama tíma og Running Tide fagnar umræðu um jafn mikilvægt mál, hafa rangfærslur og staðreyndavillur því miður verið áberandi. Megnið af þeim rangfærslum sem settar hafa verið fram hefði verið auðvelt að sannreyna enda hafa legið fyrir ítarleg og greinargóð gögn og umfjöllun á vefsvæði okkar (t.d. Aðferðir Running Tide, Afhverju Ísland, og Algengar spurningar og svo gagnabankinn okkar Docs.RunningTide.Com). Að auki voru allar þessar upplýsingar og meira til sent til þess blaðafólks sem fjallað hefur um félagið að undanförnu. 1. Því hefur verið haldið fram að þörungurinn hafi horfið og að það sé athugavert að Running Tide hafi ekki lokið öllum áföngum fjögurra ára rannsóknaráætlunar sinnar strax á fyrsta ári. Það er rangt. Rannsóknaráætlun sem tiltekur ítarlega fyrirætlanir Running Tide hefur legið fyrir hjá stjórnvöldum síðan á haustmánuðum 2022. Hún var rýnd af óháðu vísindaráði Running Tide og hefur legið fyrir opinberlega síðan snemma árs 2023. Þar kemur skýrt fram að fyrsti fasi rannsóknarinnar snúist um að fleyta efni (húðuðu trjákurli) sem nýtanlegt er sem undirlag undir þörungavöxt, en bindur kolefni upp á sitt eindæmi sömuleiðis sé því sökkt djúpt á hafsbotn. Til að tryggja bindingu er mikilvægt að skilja hvar trjákurlið endar og fyrsti fasi snerist um að þróa aðferðir við að mæla, greina, spá fyrir um og sannreyna einmitt það. Samtímis átti sér stað marglaga og árangursríkt þróunarstarf í þörungarækt sem var undirbúningur fyrir seinni stig rannsóknaráætlunarinnar þegar til stóð að fleyta grósettu trjákurli. Frá 2022, þegar Running Tide hóf starfsemi á Íslandi, hefur félagið byggt upp hátækniaðstöðu, þróað aðferðir við ræktun á landi, náð góðum árangri í að vinna með íslenska maríusvuntu (ulva lactuca/fenestrata) og beltisþara (saccharina latissima), gert fjölda tilrauna með aðferðir til grósetningar, og ræktað þörung reglulega á rúmsjó, sem margir hafa hingað til sagt illmögulegt. Lesa má skýrslur um árangur okkar í þörungastarfinu hér. 2. Því hefur verið haldið fram að það að sökkva trjákurli í hafið feli ekki í sér kolefnisbindingu. Það er rangt. Tré grípa koldíoxíð úr andrúmslofti við vöxt, og í stað þess að kolefnið losni aftur út í andrúmsloftið við öndun, rotnun eða brennslu, binst kolefnið í formi lífmassa á hafsbotni sé því sökkt á mikið dýpi. Þannig færist kolefni úr andrúmslofti á hafsbotn. Heimildin birti skýringarmynd af aðferðum til kolefnisbindingar í hafi sem inniheldur m.a. að sökkva lífmassa af landi líkt og Running Tide gerði en heldur því fram á sama tíma að það sé ekki aðferð við bindingu, sem er þversögn og stenst ekki skoðun. Frekari upplýsingar um varanlega kolefnisbindingu með því að sökkva lífmassa af landi eins og trjákurli má finna í eftirfarandi alþjóðlega viðurkenndum skýrslum og greiningum: GESAMP: High Level Review of a Wide Range of Proposed Marine Geoengineering Techniques Carbon Plan Terrestrial Biomass Sinking The State of Carbon Dioxide Removal 2024 3. Látið er að því liggja að starfsemi Running Tide á Íslandi hafi verið einhverskonar leynimakk. Það stenst enga skoðun. Fjölmargir fjölmiðlar, innlendir og erlendir hafa fjallað um verkefni Running Tide og fyrsta fasa rannsóknarverkefnisins sem snerist um að sökkva kalksteinshúðuðu timburkurli, eins og Fiskifréttir eða Skessuhorn og New Scientist og þessar upplýsingar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði félagsins lengi. Þá komu hópar reglulega í heimsókn, og stóðum við fyrir opnum húsum. Ítarlegar upplýsingar um rannsóknaráætlun, yfirfarin af óháðu vísindaráði Running Tide, lágu fyrir hjá Umhverfisstofnun og Hafró frá haustmánuðum 2022 og þá sendi Running Tide skýrslur á þær stofnanir í samræmi við samráðsáætlun á þriggja mánaða fresti. 4. Því hefur verið haldið fram að enginn utanaðkomandi aðili hafi rýnt aðferðir og gögn Running Tide. Það er rangt. Aðferðafræðin var rýnd af yfir 50 óháðum aðilum. Deloitte yfirfór lykilþætti í aðferðafræði Running Tide í samræmi við ISO 14064-2 staðalinn, en hann tiltekur hvernig eigi að reikna út kolefnisbindingu verkefna. Óháð vísinda- og tækniráð fyrirtækja sem styrktu starfið á borð við Microsoft og Stripe/Frontier tóku út þau gögn sem liggja til grundvallar bindingunni, áður en þau veittu einingum Running Tide viðtöku. Running Tide afhenti svokallaðar self-verified einingar sem þýðir að kaupandinn tekur virkan þátt í rýninni, eins og almennt á við um verkefni á rannsóknar- og þróunarstigi. 5. Því hefur verið haldið fram að starfsemi Running Tide sé ábatasamt svindl eða svikamylla. Það er rangt. Í gegnum rannsóknar- og þróunarstarf sitt batt Running Tide um 25 þúsund tonn af koltvísýringsígildum með því að sökkva lífmassa af landrænum uppruna (þ.e. trjákurli) í djúpsjó. Að sökkva lífmassa af landrænum uppruna er viðurkennd aðferð til kolefnisbindingar samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum aðilum sem listaðir eru hér fyrir ofan. Running Tide útbjó ítarlegar skýrslur um bindingu og þá losun sem bindingunni tengist og deildi með sínum styrktaraðilum eins og Microsoft, Shopify og Stripe. Þar sem um aðferðafræði í þróun er að ræða er ekki til staðlað vottunarferli. Þess í stað rýndi sjálfstætt vísinda- og tæknifólk gögnin (sjá t.d. Gæðakröfur Microsoft og sérfræðingahóp Stripe/Frontier) og staðfesti bindingu aðferðafræðinnar. Sú yfirferð er framkvæmd áður en einingum er veitt viðtaka og styrkurinn greiddur út. Einingarnar veita engum losunarheimildir og eru ekki tengdar neinu formlegu kerfi losunar, enda valkvæðar og nýttar til að styrkja rannsóknar- og þróunarstarf. Kostnaður Running Tide við hverja einingu var um þrefalt hærri en styrkurinn sem félagið fékk frá þessum aðilum, enda miklu til kostað við uppbyggingu á aðstöðu, laun til sérfræðinga, leigu á skipum, kaup á efni og fleira. Í umræðunni er ekki minnst á það góða þróunarstarf á sviði haffræði, þörungaræktunar og fleira sem fyrirtækið stóð að eins og lesa má um á vefsvæði Running Tide á docs.runningtide.com. 5. Ýjað er að því að aðferðir Running Tide virki ekki. Það stenst enga skoðun.Aðferðin snýst um að binda kolefni með því að 1) sökkva lífmassa eins og trjákurli; 2) leysa upp basavirk efni til að hafa áhrif á sýrustig sjávar, og 3) rækta stórþörunga á rúmsjó sem síðan er sökkt. Running Tide náði mikilvægum árangri á öllum þessum sviðum. Running Tide sökkti lífmassa, reiknaði út hvar hann sökk, og hélt utan um kolefnisspor til að tryggja að bindingin væri raunveruleg. Running Tide mældi og reiknaði áhrif á basavirkni. Running Tide byggði upp þörungarannasóknir og ræktaði þörung á rúmsjó sem margt vísindafólk hefur talið illmögulegt. Það sem ekki gekk var að tryggja áframhaldandi nægilega fjármögnun á viðamiklu og kostnaðarsömu rannsóknar- og þróunarstarf í erfiðu fjármögnunarumhverfi. 7. Umfjöllunin hefur gefið til kynna að eitthvað slæmt hafi átt sér stað eða að um neikvæð umhverfisáhrif sé að ræða. Það er rangt. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir því til stuðnings að nokkuð neikvætt hafi átt sér stað við framkvæmd tilraunafleytinga Running Tide. Þvert á móti svaraði norska hafrannsóknarstofninun, NIVA, fyrirspurn Heimildarinnar á þann hátt að Running Tide hafi framkvæmt mjög ítarlega greiningu á mögulegum umhverfisáhrifum að mati NIVA. NIVA gerði auk þess sjálfstæða greiningu með spálíkönum á áhrifum þess að sökkva timbri á hafsbotn sem gaf til kynna að magnið sem Running Tide fleytti hafi verið um 120x undir hættumörkum. Blaðafólk Heimildarinnar kaus að birta ekki svör frá Norsku hafrannsóknarstofnunni. Running Tide deildi einnig greiningu á umhverfisáhrifum með opinberum aðilum og öðrum hagaðilum áður en rannsóknarstarfið hófst. 8. Því hefur verið haldið fram að Running Tide hafi reynt að komast undan eftirliti. Það er rangt. Í samræmi við rannsóknarleyfið setti Running Tide upp samráðsferil með Hafrannsóknarstofnun og fékk Umhverfisstofnun öll sömu gögn, og var gögnum um framgang, fyrirætlanir og niðurstöður starfsins deilt með þessum aðilum á þriggja mánaða fresti. Þá hafði Umhverfisstofnun ítarlegar upplýsingar um rannsóknaráætlun, aðferðafræði, greiningar á mögulegum umhverfisáhrifum og fleira. Að öðru leyti var ekki eftirlit á höndum Umhverfisstofnunar, en stofnunin sagði sig frá verkefninu. Running Tide þykir það miður og hefði heldur kosið að Umhverfisstofnun sinnti eftirliti og gæti því staðfest að engin umhverfisóhöpp áttu sér stað og að markmiðum fyrsta fasa rannsóknarstarfsins var náð. 9. Því er haldið fram að orðspor Íslands sé í hættu. Það er fjarri raunveruleikanum. Einn helsti vísindamaður heims á sviði hafvísinda, Andreas Oschlies, þakkaði íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir framsýni sína við að styðja við rannsóknar- og þróunarstarf. Sjávarrannsóknarsetrið Röst hóf nýlega starfsemi á Íslandi og er hluti af einu virtasta rannsóknarverkefni heims á sviði kolefnisbindingar í hafi (Carbon to Sea) og veitti Röst Hafrannsóknarstofnun styrk upp á 60 milljónir fyrr á árinu, allt í kjölfar þess að Running Tide hóf starfsemi á Íslandi, meðal annars vegna áhuga stjórnvalda á Íslandi á því að styðja við þróun á lausnum tengdum kolefnisbindingu, eins og kemur skýrt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ocean Visions, samstarfsnet sumra virtustu rannsóknastofnana heims á sviði hafrannsókna og þróunar hefur óskað Íslandi til hamingju með að vera leiðandi á þessu sviði. Þá hefur Running Tide birt ítarlega samantekt á aðferðum og niðurstöðum íslenska rannsóknarverkefnisins á vefsíðu sinni. 10. Því var haldið fram að aðkoma Deloitte hafi ekki tengst kolefnisbindingu á neinn hátt. Það er rangt. Deloitte yfirfór lykilþætti í fyrirhugaðri aðferðafræði Running Tide í samræmi við ISO 14064-2 staðalinn, en hann tiltekur hvernig eigi að reikna út kolefnisbindingu verkefna. Þessum upplýsingum kom Deloitte til Heimildarinnar en Heimildin ákvað að birta þær ekki. Auk þessara rangfærslna, hafa einnig komið fram staðreyndavillur og aðdróttanir sem þarf að leiðrétta. Það vísindafólk sem Heimildin ræddi við hefur ekki rýnt aðferðafræði eða gögn Running Tide og er því erfitt að sjá hvernig þau geta verið áreiðanlegir álitsgjafar um störf félagsins. Í umfjöllun Heimildarinnar var því haldið fram að leyfið sem Running Tide fékk hafi verið 50 þúsund tonn á ári. Það er rangt. Leyfið náði til 50 þúsund tonna yfir fjögurra ára tímabil, og innihélt skilyrði um rannsóknarefni og samráð. Rétt er að taka fram að Running Tide nýtti einungis hluta leyfisins, og fleytti samtals 19 þúsund tonnum í 15 aðskildum rannsóknarleiðöngrum. Blaðamaður Heimildarinnar hefur haldið því fram í útvarpi að Running Tide hafi komið til Íslands til að losna undan eftirliti. Það stenst enga skoðun. Löngu áður en Umhverfisstofnun ákvað einhliða að segja sig frá verkefninu, var Running Tide búið að fjárfesta í aðstöðu, búnaði, starfsfólki og fleiru fyrir mörg hundruð milljónir. Ákvörðun Umhverfisstofnunar frá maí 2023 hafði því engin áhrif á ákvörðun Running Tide um að byggja upp og gera rannsóknar- og þróunarstarfið út frá Íslandi. Blaðamaður Heimildarinnar hefur haldið því fram í útvarpi að við höfum notað mengað efni. Það er rangt og stenst enga skoðun. Kalksteinninn er íslenskur, mulinn skeljasandur eða hliðarafurð úr steinefnaframleiðslu sem er notuð t.d. í landbúnaði. Allt trjákurl sem nýtt var í starfseminni er frá vottuðum framleiðendum. Vottorðum þar að lútandi var deilt með blaðamanni en upplýsingar þar um hafa ekki ratað í umfjöllun blaðsins. Meira og minna öllum þessum upplýsingum um áætlanir, framkvæmd, vísindalegan grunn og starfsemi félagsins á Íslandi var komið til skila til þess blaðafólks sem vann umfjöllunina. Þar sem einungis lítill hluti þeirra upplýsinga rataði í umfjöllunina töldum við rétt að draga þær saman hér í einni grein fyrir þau sem kunna að vilja kynna sér málið. Höfundar eru Marty Odlin, fyrrum forstjóri (CEO) Running Tide og Max Chalfin, fyrrum tæknistjóri (CTO) Running Tide.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar