Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar er tekið fram að eldingaspár séu mjög óvissar.
Áfram verður óstöðugt loft yfir landinu á morgun og því víða skúrir, einkum síðdegis og er vindur norðlægari um helgina.
Á Norðurlandi þykknar upp með rigningu á laugardag og hiti fer lækkandi á þeim slóðum en í öðrum landshlutum verður áfram svipað veður. Almennt verður skýjað og víða væta á sunnudag.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast fyrir sunnan.
Á sunnudag:
Norðlæg átt 3-8 og dálítil væta á víð og dreif. Hiti 7 til 14 stig
Á mánudag:
Vestanátt með rigningu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með lítilsháttar vætu, en bjart með köflum fyrir austan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.