Sport

Mongólár þykja best klæddir á Ólympíu­leikunum í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá í hvernig klæðnaði Mongólar mæta á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París.
Hér má sjá í hvernig klæðnaði Mongólar mæta á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. @michelamazonka

Fólk er farið að telja niður í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París sem verður eftir rétt rúma viku þegar íþróttafólkið mun sigla eftir Signu í stað þess að ganga inn á Ólympíuleikvanginn.

Keppnisfólkið verður að venju klætt í sérstakan klæðnað sem þjóðirnar hafa látið hann fyrir þennan viðburð.

Netverjar hafa verið að bera saman klæðnað þjóðanna og það er einkunn ein þjóð sem þykir hafa staðið sig best í hönnuninni.

Jú það kemur kannski sumum á óvart en það eru Mongólar sem þykja best klæddir á Ólympíuleikunum í París.

Þessi norður asíska þjóð sem situr á milli Rússlands og Kína sendir 32 keppendur til leiks.

Þeir munu klæðast mjög þjóðlegum klæðnaði sem kemur mjög vel út.

Mikið er lagt í öll smáatriði á búningnum en kynin eru í sitthvorum aðallit. Karlmennirnir bláir en konurnar hvítar. Fötin eru síðan skreytt í bak og fyrir með alls konar táknum og myndum en það er þó almennt álit fólks að skrautið sé mjög smekklegt og komi mjög vel.

Hér fyrir má sjá myndir af búningi Mongólíu á setningarhátíðinni á föstudaginn í næstu viku.

Af þessum 32 keppendum þá keppa flestir þeirra í júdó eða tíu talsins en níu keppa í glímu. Næst koma síðan frjálsar og skotíþróttir með þrjá keppendur. Fjórtán karlar og átján konur keppa fyrir hönd Mongólíu í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×