Stigadrottningin sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 12:00 Caitlin Clark gefur mikið af frábærum sendingum eins og liðsfélagar hennar í Indiana Fever þekkja orðið vel. Getty/Cooper Neill Caitlin Clark er stigahæsti leikmaður bandaríska háskólaboltans frá upphafi hvort sem þú horfir til karla eða kvenna. Hún kann aftur á móti líka að gefa boltann. Clark hefur sett hvert metið á fætur öðru í WNBA deildinni, bæði með frammistöðu sinni inn á vellinum en einnig með gríðarlegum auknum áhuga á leikjum þar sem hún spilar. Met í sjónvarpsáhorfi, aðsókn og miðaverði má skrifa á stjörnumátt hennar. Clark er aftur á móti fyrir löngu búin að sýna það að sanna að hún er ekki aðeins góð í því að skila stigum upp á töfluna. Hún matar liðfélaga sína líka af hverri gullsendingunni á fætur annarri. WNBA RECORD ⭐️Caitlin Clark has broken the record for most assists in a single game with 19. pic.twitter.com/pKbRUSBwIg— Indiana Fever (@IndianaFever) July 18, 2024 Í nótt tók stigadrottningin sig til og sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA. Clark gaf þá nítján stoðsendingar í einum og sama leiknum þegar lið hennar Indiana Fever mætti Dallas Wings. Gamla metið var orðið fjögurra ára gamalt og var í eigu Courtney Vandersloot sem gaf 18 stoðsendingar í leik með Chicago Sky árið 2020. Clark var einnig sjálf með 24 stig í þessum leik sem var aðeins hennar 25. í deildinni. „Hún segir örugglega sjálf að þetta þýði ekki neitt en mér finnst þetta mjög svalt,“ sagði liðsfélagi hennar Aaliyah Boston. Clark er efst í stoðsendingum í deildinni en á dögunum var hún fyrsti nýliðinn til að ná þrennu í einum leik. Það lítur líka út fyrir að fá met nýliða muni standi ennþá eftir þetta fyrsta tímabil hennar í WNBA. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) WNBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Clark hefur sett hvert metið á fætur öðru í WNBA deildinni, bæði með frammistöðu sinni inn á vellinum en einnig með gríðarlegum auknum áhuga á leikjum þar sem hún spilar. Met í sjónvarpsáhorfi, aðsókn og miðaverði má skrifa á stjörnumátt hennar. Clark er aftur á móti fyrir löngu búin að sýna það að sanna að hún er ekki aðeins góð í því að skila stigum upp á töfluna. Hún matar liðfélaga sína líka af hverri gullsendingunni á fætur annarri. WNBA RECORD ⭐️Caitlin Clark has broken the record for most assists in a single game with 19. pic.twitter.com/pKbRUSBwIg— Indiana Fever (@IndianaFever) July 18, 2024 Í nótt tók stigadrottningin sig til og sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA. Clark gaf þá nítján stoðsendingar í einum og sama leiknum þegar lið hennar Indiana Fever mætti Dallas Wings. Gamla metið var orðið fjögurra ára gamalt og var í eigu Courtney Vandersloot sem gaf 18 stoðsendingar í leik með Chicago Sky árið 2020. Clark var einnig sjálf með 24 stig í þessum leik sem var aðeins hennar 25. í deildinni. „Hún segir örugglega sjálf að þetta þýði ekki neitt en mér finnst þetta mjög svalt,“ sagði liðsfélagi hennar Aaliyah Boston. Clark er efst í stoðsendingum í deildinni en á dögunum var hún fyrsti nýliðinn til að ná þrennu í einum leik. Það lítur líka út fyrir að fá met nýliða muni standi ennþá eftir þetta fyrsta tímabil hennar í WNBA. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba)
WNBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira