Óupplýsingaröld Erna Mist Yamagata skrifar 18. júlí 2024 12:00 Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun