Alonso með augun á Matip Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 16:31 Matip er sagður leita heim til Þýskalands og meistararnir þar í landi hafi áhuga. Marc Atkins/Getty Images Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, er í leit að miðverði og sagður vilja reynslu í öftustu línu. Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi. Þýski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi.
Þýski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira