Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 14:29 Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika því hann var einnig með í London 2012, Ríó 2016 og í Tókýó 2021. @isiiceland) Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira