Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 14:29 Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika því hann var einnig með í London 2012, Ríó 2016 og í Tókýó 2021. @isiiceland) Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira