Framtíðin? Reynir Böðvarsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun