Samgöngur - Ekki eftir neinu að bíða Hafsteinn Gunnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:32 Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun