Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 17:04 Stjórn samtakanna segir ásakanir Helga Magnúsar ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Samsett Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“ Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Í færslunni, sem Vísir fjallaði um í dag, gerir Helgi Magnús ættartengsl Odds Ástráðssonar, sem hafði gert athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar í garð hælisleitenda, að umfjöllunarefni sínu og segir meðal annars að Oddur hafi afkomu sína að nokkru eða öllu undir vinnu í innflytjendamálum og þar á meðal í þágu Solaris. Þá segir hann Solaris berjast hörðum höndum fyrir „nær óheftum aðgangi fólks frá Miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Ummælin látin falla til að draga úr trúverðugleika samtakanna Stjórn Solaris segir í færslu á eigin Facebook-síðu að ásakanir Helga Magnúsar um tengingu Solaris og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkasamtök eigi ekki við nokkur rök að styðjast og að þau beri að fordæma. „Það virðist vera í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá ákveðnum einstaklingum og hópum í samfélaginu að tengja Solaris, sjálfboðaliða samtakanna og skjólstæðinga þeirra við hryðjuverkastarfsemi. Er það fyrst og fremst gert til þess að draga úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem starfa fyrir þau í sjálfboðavinnu og til þess að ýta undir fordóma og hatur í garð flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þar segir jafnframt að Solaris telji að einstaklingur sem starfar hjá æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi geti ekki leyft sér að dreifa rógburði um einstaklinga og hjálparsamtök og „ljúga upp á þau tengslum við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Fordómar og hatur fari vaxandi „Stjórn Solaris tekur undir með þeim sem hafa bent á að orðræða Helga Magnúsar sé til þess fallin að rýra traust til embættis og ýta undir fordóma og hatur í garð fólks á flótta og sérstaklega fólks frá Miðausturlöndum. Við hvetjum ríkissaksóknara til þess að taka þessi og önnur nýleg og forkastanleg ummæli Helga Magnúsar, vararíkissaksóknara, til athugunar,“ segir í færslunni. „Stjórn Solaris lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í samfélaginu, þar sem útlendingaandúð, fordómar í garð flóttafólks og múslimahatur fer vaxandi, ekki síst á meðal fólks í valdastöðum!“
Dómsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira