Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 18:46 Það var létt yfir Pétri í dag. vísir/Diego Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. „Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira