Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa 20. júlí 2024 20:06 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. „Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira