„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:01 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47