Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 18:46 Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður líklega forsetaefni Demókrataflokksins. EPA Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. „Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“ Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“
Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira