Tíminn vinnur ekki með þeim Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Mér varð hugsað til þessarar greinar Þorgerðar við lestur annarar greinar hennar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hún kallaði eftir því að tekin yrði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið fyrir næstu kosningar. Erfitt er að skilja skrif hennar á annan veg en þann að Þorgerður hafi gefið það upp á bátinn að Viðreisn verði fær um að setja málið á dagskrá eftir næstu kosningar. Fyrir vikið vonizt hún til þess að þjóðaratkvæði í þeim efnum gæti styrkt stöðu flokksins í viðræðum um stjórnarmyndun vegna fylgisleysis hans. Kjarninn í grein Þorgerðar á Vísir.is er að tíminn hafi ekki verið nýttur nógu vel frá því að misheppnaðri umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð um inngöngu í Evrópusambandið var skilað inn fyrir fimmtán árum síðan. Það er að segja nýttur til þess að vinna að inngöngu í sambandið. Væntanlega er þessum orðum beint til Evrópusambandssinna og þá ekki sízt hennar eigin flokksmanna. Það er jú ekki á ábyrgð annarra að vinna að því stefnumáli flokksins að Ísland skuli ganga þar inn. Vitanlega er ekki hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar sjái um að hrinda stefnu Viðreisnar um inngöngu í Evrópusambandið í framkvæmd þvert á eigin stefnu sem þeir lögðu fram fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar og voru ekki sízt kosnir út á. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins. Sem fyrr segir er það á ábyrgð Viðreisnar og ekki annarra að vinna að stefnumálum flokksins og afla honum fylgis út á þau. Færi í bága við þingræðisregluna Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða eðli málsins samkvæmt engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega en þurfti í þó ekki til. Margir vöruðu einnig við því að til þyrfti einhuga ríkisstjórn. Þar á meðal bæði sambandið sjálft sem og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, sem reyndar talar á annan veg í dag. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til dæmis ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það“. Hvað Þorstein varðar benti hann til dæmis ítrekað á það í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu að slík ósamstíga ríkisstjórn gæti ekki lokið umsóknarferlinu. „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans,“ sagði Þorsteinn þannig til að mynda í grein í blaðinu 20. nóvember 2010 þar sem hann ræddi þessi mál. Tekið er í raun undir þetta sjónarmið í grein Þorgerðar á Vísir.is þó það hafi væntanlega ekki verið ætlun hennar. Þannig hefst greinin á þeim orðum að fimmtán ár séu liðin frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi lagt fram umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og síðan segir: „Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.“ Það er að segja samstarfsmenn hans í ríkisstjórn í röðum Vinstri-grænna sem voru andvígir inngöngu í sambandið. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Með öðrum orðum er þannig í raun ágætis samstaða um þá staðreynd að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið sé sem fyrr segir samstíga ríkisstjórn um að það verði gert með meirihluta á þingi að baki sér sem kosinn hefur verið á þeim forsendum. Þó Þorgerður hafi ekki ætlað að taka undir það og Þorsteinn hafi skipt um skoðun og vilji nú þvert á fyrri orð sín að ríkisstjórn þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu í sambandið standi að slíkri umsókn. Tíminn vinnur annars ekki beinlínis með Viðreisn og fyrir vikið skiljanlegt að formaðurinn upplifi sig í tímaþröng. Kjöraðstæður hafa ríkt fyrir áróður Viðreisnar undanfarin tvö ár þó hann haldi að vísu engu vatni. Stríðsátök í Evrópu, háir vextir og verðbólga sem fer nú minnkandi sem flestir sjá sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Smám saman er viðbúið að erfiðara verði að hagnýta sér erfiðleika fólks í pólitískum tilgangi. Það að skipta um gjaldmiðil er enda eins og að skipta um hitamæli og vona að veðrið lagist. Þó skoðanakannanir hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta inngöngu í Evrópusambandið undanfarin misseri en andvíga er munurinn hins vegar einungis 6,7 prósentustig samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna á dögunum sem er merkilega lítið miðað við aðstæður og linnulítinn áróður Viðreisnar. Þá eru samkvæmt henni til að mynda fleiri mjög andvígir inngöngu í sambandið en mjög hlynntir sem eru þeir sem líklegastir eru til þess að láta málið hafa áhrif á atkvæði sitt í þingkosningum. Forystumenn Viðreisnar koma sér einfaldlega ekki hjá því að þurfa að afla flokknum nægjanlegs fylgis til þess að geta sett inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá eftir næstu kosningar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu líkt og þeir vilja meina ætti það vitanlega að skila sér í stórauknum stuðningi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Flest bendir einfaldlega til þess að raunverulegur áhugi á því sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Mér varð hugsað til þessarar greinar Þorgerðar við lestur annarar greinar hennar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hún kallaði eftir því að tekin yrði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið fyrir næstu kosningar. Erfitt er að skilja skrif hennar á annan veg en þann að Þorgerður hafi gefið það upp á bátinn að Viðreisn verði fær um að setja málið á dagskrá eftir næstu kosningar. Fyrir vikið vonizt hún til þess að þjóðaratkvæði í þeim efnum gæti styrkt stöðu flokksins í viðræðum um stjórnarmyndun vegna fylgisleysis hans. Kjarninn í grein Þorgerðar á Vísir.is er að tíminn hafi ekki verið nýttur nógu vel frá því að misheppnaðri umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð um inngöngu í Evrópusambandið var skilað inn fyrir fimmtán árum síðan. Það er að segja nýttur til þess að vinna að inngöngu í sambandið. Væntanlega er þessum orðum beint til Evrópusambandssinna og þá ekki sízt hennar eigin flokksmanna. Það er jú ekki á ábyrgð annarra að vinna að því stefnumáli flokksins að Ísland skuli ganga þar inn. Vitanlega er ekki hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar sjái um að hrinda stefnu Viðreisnar um inngöngu í Evrópusambandið í framkvæmd þvert á eigin stefnu sem þeir lögðu fram fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar og voru ekki sízt kosnir út á. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins. Sem fyrr segir er það á ábyrgð Viðreisnar og ekki annarra að vinna að stefnumálum flokksins og afla honum fylgis út á þau. Færi í bága við þingræðisregluna Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða eðli málsins samkvæmt engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega en þurfti í þó ekki til. Margir vöruðu einnig við því að til þyrfti einhuga ríkisstjórn. Þar á meðal bæði sambandið sjálft sem og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, sem reyndar talar á annan veg í dag. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til dæmis ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það“. Hvað Þorstein varðar benti hann til dæmis ítrekað á það í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu að slík ósamstíga ríkisstjórn gæti ekki lokið umsóknarferlinu. „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans,“ sagði Þorsteinn þannig til að mynda í grein í blaðinu 20. nóvember 2010 þar sem hann ræddi þessi mál. Tekið er í raun undir þetta sjónarmið í grein Þorgerðar á Vísir.is þó það hafi væntanlega ekki verið ætlun hennar. Þannig hefst greinin á þeim orðum að fimmtán ár séu liðin frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi lagt fram umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og síðan segir: „Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.“ Það er að segja samstarfsmenn hans í ríkisstjórn í röðum Vinstri-grænna sem voru andvígir inngöngu í sambandið. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Með öðrum orðum er þannig í raun ágætis samstaða um þá staðreynd að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið sé sem fyrr segir samstíga ríkisstjórn um að það verði gert með meirihluta á þingi að baki sér sem kosinn hefur verið á þeim forsendum. Þó Þorgerður hafi ekki ætlað að taka undir það og Þorsteinn hafi skipt um skoðun og vilji nú þvert á fyrri orð sín að ríkisstjórn þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu í sambandið standi að slíkri umsókn. Tíminn vinnur annars ekki beinlínis með Viðreisn og fyrir vikið skiljanlegt að formaðurinn upplifi sig í tímaþröng. Kjöraðstæður hafa ríkt fyrir áróður Viðreisnar undanfarin tvö ár þó hann haldi að vísu engu vatni. Stríðsátök í Evrópu, háir vextir og verðbólga sem fer nú minnkandi sem flestir sjá sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Smám saman er viðbúið að erfiðara verði að hagnýta sér erfiðleika fólks í pólitískum tilgangi. Það að skipta um gjaldmiðil er enda eins og að skipta um hitamæli og vona að veðrið lagist. Þó skoðanakannanir hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta inngöngu í Evrópusambandið undanfarin misseri en andvíga er munurinn hins vegar einungis 6,7 prósentustig samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna á dögunum sem er merkilega lítið miðað við aðstæður og linnulítinn áróður Viðreisnar. Þá eru samkvæmt henni til að mynda fleiri mjög andvígir inngöngu í sambandið en mjög hlynntir sem eru þeir sem líklegastir eru til þess að láta málið hafa áhrif á atkvæði sitt í þingkosningum. Forystumenn Viðreisnar koma sér einfaldlega ekki hjá því að þurfa að afla flokknum nægjanlegs fylgis til þess að geta sett inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá eftir næstu kosningar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu líkt og þeir vilja meina ætti það vitanlega að skila sér í stórauknum stuðningi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Flest bendir einfaldlega til þess að raunverulegur áhugi á því sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar