Sport

Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven van de Velde er mættur til Parísar og það lá vel á honum í gær.
Steven van de Velde er mættur til Parísar og það lá vel á honum í gær. Getty/Maja Hitij

Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum.

Hollenska Ólympíunefndin gaf þetta út í gær. Nefndarmenn hafa unnið í því að koma í veg fyrir hörð viðbrögð við því að Van de Velde keppi á leikunum. Hann má meðal annars ekki tala við fjölmiðla á leikunum.

Hinn 29 ára gamli Steven Van de Velde er í standbakslandliði Hollendinga en keppnin í standblakinu fer fram fyrir framan Eiffel turninn. Van de Velde er í liði með Matthew Immers.

Árið 2016 var Van de Velde, þá nítján ára gamall, dæmdur sekur fyrir að nauðga tólf ára breskri stelpu sem han hafði kynnst á Facebook og mælt sér mót við. Það varð að heimsfrétt þegar það kom í ljós að hann væri að keppa á leikunum.

Van de Velde var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og sat inni í heimalandinu. Honum var sleppt eftir tólf mánuði fyrir góða hegðun.

„Þetta er hræðileg saga og við skiljum vel að það verði viðbrögð við þátttöku hans þar sem að þetta var svo gróft,“ sagði Anders Mol sem keppir fyrir Norðmenn í strandbaki.

Norðmenn mæta einmitt Hollendingum í riðlakeppninni en sá leikur fer fram föstudaginn 2. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×