Innlent

Þurftu ekki að greiða í Strætó vegna bilunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Farþegum verður hleypt upp í vagna. 
Farþegum verður hleypt upp í vagna.  vísir/vilhelm

Ekki er hægt að kaupa miða í Strætó með Klapp-appinu eins og stendur vegna villu í greiðslugátt Teya. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Uppfært klukkan 10:32: Búið er að laga vandamálið og aftur hægt að kaupa strætómiða í Klappinu. Upphafleg frétt fylgir á eftir:

Vagnstjórar eru sagðir meðvitaðir um vandamálið og farþegum hleypt inn í vagna á meðan unnið er að lagfæringu. 

Ítrekað hafa komið upp truflanir á greiðslukerfi Strætó eftir innleiðingu Klappsins árið 2021 og nýrra skanna um borð í vögnum við litla ánægju notenda. Að sögn Strætó varðar vandamálið nú greiðslugátt Teya en ekki kerfi Strætó og hafi áhrif á fleiri söluaðila.   


Tengdar fréttir

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×