Hvað finnst þér? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. júlí 2024 15:00 Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun