Hvað finnst þér? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. júlí 2024 15:00 Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun