Tímabært að stokka spilin og gefa upp á nýtt Maarten Haijer skrifar 24. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun