Kennarinn sem breytti lífi þínu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. júlí 2024 08:01 Frammistaða Biden í beinni útsendingu í kappræðum við Trump var þannig að við blasti að fjögur ár af óbreyttu ástandi gat ekki gengið upp. Fyrstu viðbrögð Biden voru samt að kappræðurnar hefðu í sjálfu sér bara gengið vel. Jill Biden kona hans sagði að hún ætlaði ekki láta þessar 90 mínútur vera eina dóminn um forsetatíð mannsins síns. Það er líka alveg rétt. En áhyggjur fólks sneru að því hvernig næstu fjögur ár yrðu. Fólk sá það sem það sá. Í síðustu PISA mælingu varð niðurstaðan sú meðal 15 ára barna að 40% þeirra gátu samkvæmt mælingunni ekki lesið sér til gagns. Ísland skrapar botninn í alþjóðlegum samanburði. Þeim líður vel Frá ráðherra menntamála heyrum við að börnum líði vel í skólanum. Það er auðvitað gott en breytir samt ekki stöðu mála um læsi þeirra. Menntamálaráðherra er eins og Biden að því leyti að boðskapurinn um stöðu mála fer gegn því sem við blasir. Að hátt hlutfall barna standi svona í lestri ætti að vera staðreynd sem við viljum öll bregðast við og bæta úr hið fyrsta í stað þess að drepa umræðunni á dreif og benda á annað. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins og lélegur lesskilningur takmarkar beinlínis getu barna til þátttöku í samfélaginu. Það er hlutverk og skylda stjórnvalda að tryggja að skólarnir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað að gera, að auka tækifæri barna. Þetta þarf ekki að vera svona. Menntamálin varða okkur öll Við þekkjum flest kennara sem breytti lífi okkar til góðs eða lífi barna okkar. Mínir kennarar voru t.d. Helga Kristín og Dóra íslenskukennarar í grunnskóla. Annar er Helga móðursystir sem dró mig að landi í stærðfræði (sem var þolinmæðisverk). Guðný sögukennari í MR sem kveikti áhuga minn á lögfræði og Ragnheiður Briem íslenskukennari sem kveikti á metnaði til skrifa. Við eigum mörg svona sögu af kennara sem hefur verið í lykilhlutverki í okkar lífi. Við berum taugar til þeirra sem hafa valið sér þetta merkilega starf. Sem mamma hefur reynsla mín verið sú sama af kennurum dætra minna. Og auðvitað hafa foreldrar skólabarna skoðun á skólamálum. Menntamálin eru okkar allra. Það er þess vegna á misskilningi byggt hjá menntamálaráðherra að leggja málin upp þannig að það séu nánast bara skólarnir sem megi taka til máls eða að þeir sem séu ekki sammála ríkjandi stefnu í einu og öllu séu að ráðast að skólunum. Kennarar eiga þvert á móti skilið að um þessa stöðu sé rætt og að brugðist sé við. Ekki með samtali um allt sé í sóma eða tali um að svona mæling segi ekki alla söguna. Það vita það í sjálfu sér allir en það breytir því t.d. ekki hver niðurstaðan um læsi er. Og ekki heldur með því að foreldrar bendi á skólana um stöðuna og skólarnir bendi á foreldrana. Sú umræða gagnast engum. Tækifærin í skólunum Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Við þurfum að ræða starfsaðstæður þeirra og brottfall nýrra kennara úr starfi. Hvað er það sem veldur? Stjórnvöld eiga að vera skýr um stefnu sína í menntamálum og markmið. Setja á meiri kraft í gerð námsefnis. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Og því fylgja áskoranir þegar börn koma inn í skólana og þurfa að byrja á því að læra íslensku. Það á að vera metnaður til að umgjörð skólastarfs sé þannig að börn nái sem bestum árangri í námi. Og það þarf að horfast í augu við að það hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir. Endurgjöf á skólastarfi með mælingum og prófum er af hinu góða. Þessar mælingar eiga að hjálpa nemendum og foreldrum, kennurum og skólum og síðast en ekki síst stjórnvöldum að grípa nemendur þannig að það verði ekki bara ljóst í lok grunnskólagöngu að 40 prósent geti ekki lesið sér til gagns. Við eigum ekki að hræðast þessar mælingar. Það er síðan önnur saga hvernig við förum með þessi próf. En það er ekki hægt að afskrifa samræmdar mælingar alfarið vegna þess að framkvæmdin var einhvern tímann ekki upp á 10. Málið snýst um þetta. Að skólinn fái að vera okkar besta jöfnunartæki. Kennarar fái þær starfsaðstæður sem þeir þurfa. Að börn fái menntun sem nýtist þeim. Að umræðan um skólann sé okkar allra. Og þegar ljóst er að eitthvað amar að þá sé brugðist við. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Frammistaða Biden í beinni útsendingu í kappræðum við Trump var þannig að við blasti að fjögur ár af óbreyttu ástandi gat ekki gengið upp. Fyrstu viðbrögð Biden voru samt að kappræðurnar hefðu í sjálfu sér bara gengið vel. Jill Biden kona hans sagði að hún ætlaði ekki láta þessar 90 mínútur vera eina dóminn um forsetatíð mannsins síns. Það er líka alveg rétt. En áhyggjur fólks sneru að því hvernig næstu fjögur ár yrðu. Fólk sá það sem það sá. Í síðustu PISA mælingu varð niðurstaðan sú meðal 15 ára barna að 40% þeirra gátu samkvæmt mælingunni ekki lesið sér til gagns. Ísland skrapar botninn í alþjóðlegum samanburði. Þeim líður vel Frá ráðherra menntamála heyrum við að börnum líði vel í skólanum. Það er auðvitað gott en breytir samt ekki stöðu mála um læsi þeirra. Menntamálaráðherra er eins og Biden að því leyti að boðskapurinn um stöðu mála fer gegn því sem við blasir. Að hátt hlutfall barna standi svona í lestri ætti að vera staðreynd sem við viljum öll bregðast við og bæta úr hið fyrsta í stað þess að drepa umræðunni á dreif og benda á annað. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins og lélegur lesskilningur takmarkar beinlínis getu barna til þátttöku í samfélaginu. Það er hlutverk og skylda stjórnvalda að tryggja að skólarnir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað að gera, að auka tækifæri barna. Þetta þarf ekki að vera svona. Menntamálin varða okkur öll Við þekkjum flest kennara sem breytti lífi okkar til góðs eða lífi barna okkar. Mínir kennarar voru t.d. Helga Kristín og Dóra íslenskukennarar í grunnskóla. Annar er Helga móðursystir sem dró mig að landi í stærðfræði (sem var þolinmæðisverk). Guðný sögukennari í MR sem kveikti áhuga minn á lögfræði og Ragnheiður Briem íslenskukennari sem kveikti á metnaði til skrifa. Við eigum mörg svona sögu af kennara sem hefur verið í lykilhlutverki í okkar lífi. Við berum taugar til þeirra sem hafa valið sér þetta merkilega starf. Sem mamma hefur reynsla mín verið sú sama af kennurum dætra minna. Og auðvitað hafa foreldrar skólabarna skoðun á skólamálum. Menntamálin eru okkar allra. Það er þess vegna á misskilningi byggt hjá menntamálaráðherra að leggja málin upp þannig að það séu nánast bara skólarnir sem megi taka til máls eða að þeir sem séu ekki sammála ríkjandi stefnu í einu og öllu séu að ráðast að skólunum. Kennarar eiga þvert á móti skilið að um þessa stöðu sé rætt og að brugðist sé við. Ekki með samtali um allt sé í sóma eða tali um að svona mæling segi ekki alla söguna. Það vita það í sjálfu sér allir en það breytir því t.d. ekki hver niðurstaðan um læsi er. Og ekki heldur með því að foreldrar bendi á skólana um stöðuna og skólarnir bendi á foreldrana. Sú umræða gagnast engum. Tækifærin í skólunum Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Við þurfum að ræða starfsaðstæður þeirra og brottfall nýrra kennara úr starfi. Hvað er það sem veldur? Stjórnvöld eiga að vera skýr um stefnu sína í menntamálum og markmið. Setja á meiri kraft í gerð námsefnis. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Og því fylgja áskoranir þegar börn koma inn í skólana og þurfa að byrja á því að læra íslensku. Það á að vera metnaður til að umgjörð skólastarfs sé þannig að börn nái sem bestum árangri í námi. Og það þarf að horfast í augu við að það hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir. Endurgjöf á skólastarfi með mælingum og prófum er af hinu góða. Þessar mælingar eiga að hjálpa nemendum og foreldrum, kennurum og skólum og síðast en ekki síst stjórnvöldum að grípa nemendur þannig að það verði ekki bara ljóst í lok grunnskólagöngu að 40 prósent geti ekki lesið sér til gagns. Við eigum ekki að hræðast þessar mælingar. Það er síðan önnur saga hvernig við förum með þessi próf. En það er ekki hægt að afskrifa samræmdar mælingar alfarið vegna þess að framkvæmdin var einhvern tímann ekki upp á 10. Málið snýst um þetta. Að skólinn fái að vera okkar besta jöfnunartæki. Kennarar fái þær starfsaðstæður sem þeir þurfa. Að börn fái menntun sem nýtist þeim. Að umræðan um skólann sé okkar allra. Og þegar ljóst er að eitthvað amar að þá sé brugðist við. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar