Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 08:30 Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki með sænska landsliðinu. Hún spilar nánast bara vörnina en fær stundum að fara í sóknina í hraðaupphlaupum. EPA-EFE/Adam Ihse Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira