Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 08:30 Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki með sænska landsliðinu. Hún spilar nánast bara vörnina en fær stundum að fara í sóknina í hraðaupphlaupum. EPA-EFE/Adam Ihse Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira