Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 10:26 Þorvaldur telur ekki líklegt að gjósi innan Grindavíkur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira