Tölum endilega íslensku, takk Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. júlí 2024 12:01 Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ísafjarðarbær Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar