Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 16:22 Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir ferðamanninum í Jökulfirði þangað sem ekki er fært með bíl. Þaðan var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem hann taldi ekki þörf á frekari aðhlynningu. Heit sturta, pítsa og hótelbergi var honum efst í huga. Vísir/Sara Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira