Missir af Ólympíuleikunum vegna veikinda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 16:03 Jannik Sinner er efsti maður heimslistans í tennis en hann verður ekki með á Ólympíuleikunum í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Ítalska tennisstjarnan Jannik Sinner hefur ákveðið að keppa ekki á Ólympíuleikunum í París en leikarnir verða settir á föstudaginn. Það er því ljóst að efsti maður heimslistans vinnur ekki gullið í ár. Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira