Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 16:42 Mótmælendur safnast saman við þinghúsið í Washington DC til að mótmæla stríðsrekstri Ísraela á Gasa og vopnasölu Bandaríkjanna til Ísraels. EPA/Jim Lo Scalzo Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira