Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 11:01 Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta sumarið. Þar verður frönskum keppendum bannað að klæðast trúartengdum fatnaði. Claudio Villa/Getty Images Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira