„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 13:56 Olsen systurnar árið 2016, tíu árum eftir að þær stofnuðu tískumerkið The Row. EPA/JUSTIN LANE Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira