Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 23:01 Íslensku keppendurnir fimm eru Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. @isiiceland) Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira