Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 23:01 Íslensku keppendurnir fimm eru Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. @isiiceland) Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira