Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2024 20:07 Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem elska það að vera í Þjórsárdal í góðu veðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira