Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Ritstjórn skrifar 26. júlí 2024 10:35 Guðrún bíður eftir svörum frá Þjóðskrá um nafnabreytinguna. vísir Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“ Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“
Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07