Fyrirtækið sérhæfir sig í loftmyndatöku, gerð myndkorta og landlíkana, uppsetningu og rekstri vefkortalausna auk skyldra verkefna.
„Fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá erum við búin að mæla flatarmál og rúmmál hraunsins við Grindavík. Flatarmálið er 13,6 km2 (1360 ha) og heildar rúmmál þess er nærri 150 milljónum rúmmetra,“ segir í færslu Loftmynda.

