Valsmenn hafa einnig verið með leikmann í láni frá FH, Hörð Inga Gunnarsson, sem gerir á sama tíma varanleg skipti yfir í Val.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í FH varanlega!🤝🫡
— FHingar (@fhingar) July 27, 2024
Á sama tíma gerir Hörður Ingi Gunnarsson vistaskipti í Val. Við þökkum Hödda kærlega fyrir allt 🙏 pic.twitter.com/y0aexovI8N
Bjarni, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, er fæddur árið 2004 og skoraði 5 mörk í 23 leikjum með Þór í Lengjudeildinni í fyrra.
Hörður er uppalinn FH-ingur, fæddur árið 1998. Hann fór í atvinnumennsku til Sogndal 2022 en snéri aftur í FH í fyrra. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum hjá Val í Bestu deildinni í sumar.