Fótbolti

FH og Valur gera varan­leg skipti á Bjarna og Herði

Siggeir Ævarsson skrifar
Bjarni Guðjón sækir að marki Breiðabliks fyrr í sumar
Bjarni Guðjón sækir að marki Breiðabliks fyrr í sumar Vísir/Pawel

FH-ingar tilkynntu nú rétt í þessu að lánsmaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson væri orðinn leikmaður félagsins til frambúðar, en Bjarni hefur verið í láni hjá FH frá Val í sumar.

Valsmenn hafa einnig verið með leikmann í láni frá FH, Hörð Inga Gunnarsson, sem gerir á sama tíma varanleg skipti yfir í Val.

Bjarni, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, er fæddur árið 2004 og skoraði 5 mörk í 23 leikjum með Þór í Lengjudeildinni í fyrra.

Hörður er uppalinn FH-ingur, fæddur árið 1998. Hann fór í atvinnumennsku til Sogndal 2022 en snéri aftur í FH í fyrra. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum hjá Val í Bestu deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×