Halla verði að upplýsa um bílakaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 21:30 Bílakaup tilvonandi forseta Íslands hafa vakið athygli síðustu daga. Vísir Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli eftir að Brimborg ákvað í vikunni að auglýsa þau á Facebook. Forstjóri umboðsins svaraði RÚV í gær að umboðið fengi oft að birta slíkar myndir. Þau hjón hafi notið sömu kjara við kaupin og langtímaviðskiptavinir. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Forstjóri Brimborgar sendi svo yfirlýsingu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni sem sé misskilningur. Verðandi forsetahjón hafi fengið sömu kjör og kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði. Í fréttum RÚV í gær sagði Gísli Jón Bjarnason sölustjóri Brimborgar svo eftirfarandi um kjörin: „Hún fékk góð kjör, við erum alltaf með fyrir góða Volvo-kúnna og köllum þetta skyldmennakjör.“ Tilgreindi ekki afsláttinn Fréttastofa óskaði í morgun eftir upplýsingum um hversu mikill afsláttur Brimborgar hefði verið. Halla svaraði í hádeginu og tilgreindi verðið bílsins en ekki afsláttinn. Hún árettaði að hún ætli ekki að tjá sig fyrr en hún hefur tekið við embætti. Á vef Brimborgar er verð bílsins frá tæpum sjö til átta komma fjögurra milljóna króna. Forstjóri Brimborgar hefur ekki gefið upp afsláttinn. Forstjórinn er meðal hundrað gesta sem Halla hefur boðið við innsetningarathöfn sína í næstu viku. Athygli hefur vakið að í viðtali hefur forstjórinn nefnt að hann sé einungis kunningi hennar. Sérfræðingur í siðfræði sagði mikilvægt í hádegisfréttum að algjört gagnsæi ríki í málinu, greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta. Guðmundur Heiðar Helgason sérfræðingur í almannatengslum er á sama máli og telur að Halla þurfi að stíga fram. „Svörin og allar yfirlýsingar sem hafa komið frá Höllu hafa hingað til vakið upp fleiri spurningar heldur en svarað. Þetta mál gerist fyrir þremur dögum síðan og við erum ennþá að tala um þetta og boltinn heldur áfram að rúlla.“ Þá telur Guðmundur að Halla sé að gera mistök með því að segjast ekki ætla að veita viðtal fyrr en hún tekur við embættinu. „Mín skoðun er sú að hún ætti að veita viðtal og klára þetta tiltekna mál. Hún er annars að gefa málinu framhaldslíf sem mun lita fyrstu dagana hennar í embætti.“ En hvað þarf verðandi forseti að gera í málinu? „Svara spurningum, vera gegnsæ og reyna að byggja upp traust áður en þú stígur inn á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Auglýsinga- og markaðsmál Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli eftir að Brimborg ákvað í vikunni að auglýsa þau á Facebook. Forstjóri umboðsins svaraði RÚV í gær að umboðið fengi oft að birta slíkar myndir. Þau hjón hafi notið sömu kjara við kaupin og langtímaviðskiptavinir. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Forstjóri Brimborgar sendi svo yfirlýsingu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni sem sé misskilningur. Verðandi forsetahjón hafi fengið sömu kjör og kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði. Í fréttum RÚV í gær sagði Gísli Jón Bjarnason sölustjóri Brimborgar svo eftirfarandi um kjörin: „Hún fékk góð kjör, við erum alltaf með fyrir góða Volvo-kúnna og köllum þetta skyldmennakjör.“ Tilgreindi ekki afsláttinn Fréttastofa óskaði í morgun eftir upplýsingum um hversu mikill afsláttur Brimborgar hefði verið. Halla svaraði í hádeginu og tilgreindi verðið bílsins en ekki afsláttinn. Hún árettaði að hún ætli ekki að tjá sig fyrr en hún hefur tekið við embætti. Á vef Brimborgar er verð bílsins frá tæpum sjö til átta komma fjögurra milljóna króna. Forstjóri Brimborgar hefur ekki gefið upp afsláttinn. Forstjórinn er meðal hundrað gesta sem Halla hefur boðið við innsetningarathöfn sína í næstu viku. Athygli hefur vakið að í viðtali hefur forstjórinn nefnt að hann sé einungis kunningi hennar. Sérfræðingur í siðfræði sagði mikilvægt í hádegisfréttum að algjört gagnsæi ríki í málinu, greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta. Guðmundur Heiðar Helgason sérfræðingur í almannatengslum er á sama máli og telur að Halla þurfi að stíga fram. „Svörin og allar yfirlýsingar sem hafa komið frá Höllu hafa hingað til vakið upp fleiri spurningar heldur en svarað. Þetta mál gerist fyrir þremur dögum síðan og við erum ennþá að tala um þetta og boltinn heldur áfram að rúlla.“ Þá telur Guðmundur að Halla sé að gera mistök með því að segjast ekki ætla að veita viðtal fyrr en hún tekur við embættinu. „Mín skoðun er sú að hún ætti að veita viðtal og klára þetta tiltekna mál. Hún er annars að gefa málinu framhaldslíf sem mun lita fyrstu dagana hennar í embætti.“ En hvað þarf verðandi forseti að gera í málinu? „Svara spurningum, vera gegnsæ og reyna að byggja upp traust áður en þú stígur inn á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Auglýsinga- og markaðsmál Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26