Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2024 10:35 Tólf létust þegar eldflaug lenti á fótboltavelli í Gólanhæðum í gær. Ap/Hassan Shams Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26