Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 22:03 Guðni lætur af störfum sem forseti Íslands á fimmtudaginn eftir átta ár í embætti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira