Auðvitað á að treysta fólki sjálfu fyrir því hvert það beinir viðskiptum sínum Sigurður G. Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 09:00 Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun