Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 06:56 Þúsundir komu saman í gær til að syrgja börnin sem létust í árásinni á laugardag. Benjamin Netanyahu og fleiri ráðamenn heita hefndum. AP/Leo Correa Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira