Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 12:30 Uta Abe áttar sig á því að hún hefur tapað bardaganum og er úr leik á Ólympíuleikunum. Getty/Michael Reaves Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe. Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe.
Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum