Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:00 Logi Gunnarsson er kominn aftur í slaginn en þó ekki sem leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial) UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira
Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial)
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira