Körfubolti

Nimrod með KR í Bónusdeildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nimrod Hilliard IV var öflugur með KR í fyrra.
Nimrod Hilliard IV var öflugur með KR í fyrra. Mynd/KR

Bandaríkjamaðurinn Nimrod Hilliard IV hefur endursamið við KR og mun leika með félaginu í Bónus-deild karla í körfubolta næsta vetur. Hann var lykilmaður hjá félaginu er það fór upp um deild síðasta vor.

Nimrod gekk til liðs við KR um síðustu áramót og fór mikinn með liðinu í næst efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 23,3 stig og gaf 7,3 stoðsendingum í leik í 1. deildinni. Liðið tapaði ekki leik í deild eftir komu hans og vann 1. deildina.

Áður hefur hann spilað í Þýskalandi, Ungverjalandi, Kýpur, Danmörku og Svíþjóð. Nimrod meiddist illa tímabilið 2022-2023 og var því að stíga upp úr erfiðum meiðslum þegar hann gekk til liðs við KR um síðustu áramót.

Í yfirlýsingu KR er haft eftir Jakobi Erni Sigurðarsyni, þjálfara liðsins:

„Ég er gríðarlega ánægður að Nim komi aftur í KR og sýnir það hversu vel honum leið hjá okkur. Nim var frábær fyrir okkur í fyrra og var hann þá að koma til baka eftir erfið meiðsli. Ferill hans sýnir að hann hefur spilað vel á góðu leveli í Evrópu og trúi ég að hann komist aftur á þann stað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×