Grunar vinstriöfgamenn um græsku Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 10:16 Lögreglumenn á brautarpalli á Norðurjárnbrautastöðinni í París á föstudag. Skemmdarverk voru unnin á háhraðalestarlínu að morgni opnunarhátíð Ólympíuleikanna. AP/Mark Baker Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58