Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Árni Sæberg skrifar 30. júlí 2024 13:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18