Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 05:47 Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir framan Signu þar sem þríþrautarkeppnin byrjar. @eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30