Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:46 Haniyeh þótti hófsamari en aðrir leiðtogar Hamas og var lykilmaður í viðræðum um vopnahlé á Gasa. AP/Vahid Salemi Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm. Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm.
Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira